Viskí kynning í Könnunarsafninu

Á föstudagskvöld fer fram viðburðurinn Viskí og Landkönnun í Könnunarsafninu á Húsavík. Þar mun Björn Grétar Baldursson frá Maltviskífélaginu kynna vín sem eiga það öll sameiginlegt að tengjast þekktum landkönnuðum og ævintýrafólki. Segir hann sögur þeirra sem vínin tengjast og frá gerð þeirra. Gestir fá að smakka öll vínin. Að kynningu lokinni verður Örlygur Hnefill með leiðsögn fyrir gesti um safnið.

Þessi viðburður er styrktur af Húsavík Cape Hotel og er hluti af Valentínusarhelgi á Húsavík en er opin öllum sem hafa áhuga á góðum vínum.

Miðaverð 4.000 kr. / Húsið opnar kl. 21.00

Bókanir í síma 463 3399 og með tölvupósti info@husavik.com

Sjá einnig:
Valentínusarhelgi á Húsavík
Indverskt matarhlaðborð á Húsavík Cape Hotel